Póstlisti

Hér eru góð ráð frá Gunnlaugi Karlssyni #111 til þess að hjálpa okkur að keyra í réttri stöðu ...

Rétt staða á hjólinu.
Í gamla daga keyrðu menn motocrosshjól með allann þungann eins aftarlega og hægt var. Þegar maður sér myndir frá gömlu hetjunum sér maður menn eins og Roger DeCoster nánast sitja á afturbrettinu. Það var ekki fyrr en menn fengu sítt að aftan (80´s) og byrjuðu að ganga með lakrísbindi sem ökustíll fór að breytast. Ástæðan var einfaldlega sú að hjólin voru að breytast mikið á þessum tíma og það varð að keyra þau örðuvísi. Með tímanum hafa ökumenn verið að færa sig framar og framar á hjólunum og í dag er engin maður með mönnum nema hann keyri í "attack position" sem er ágætt að kalla bara "agressívan ökustíl" á lélegri íslensku. Þó er alltaf hægt að finna menn sem sitja fákana sína vitlaust.

Líkami á hreyfingu.
Staða þín á hjólinu breytist eftir því hvar þú keyrir, hvort þú gefur í eða bremsar. Þegar við keyrum upp brekkur færir maður sig framar á hjólinu og þegar við keyrum niður brekkur færum við okkur til baka. Þegar við gefum í færist þyngdin aftur á bak og hjólið togar í okkur. Þegar við bremsum kastast þyngdin frá á við. Þetta er nú bara náttúrunnar lögmál. En hverjar eru reglunar? Hvernig getum við unnið með þessu þyngdarlögmali? Það er alls ekki flókið, en það þarf æfingu og meiri æfingu til að verða góður ökumaður sem hefur þetta allt á hreynu.
 

1. Hvernig á ég að sitja á hjólinu?
Þú átt að sitja eins framarlega og þú kemst. Alveg upp við tankinn. Þú getur aldrei verið of framarlega. Maður þarf náttúrlega að vera meðvitaður um aðstæður og maður aðlagar sig eftir þeim þannig að þegar ég tala um að maður eigi alltaf að vera eins framarlega og hægt er þá máttu ekki taka því bókstaflega og keyra alla brautina með tankinn í klofinu. En málið er bara að það er auðveldara að færa sig aftur á bak en áfram þannig að vertu eins framarlega og þú getur.

2. Hvað með að standa?
Þú átt að standa eins mikið og hægt er. Helst ekki sitja nema í kröppum beyjum.

3. Hvernig eiga hendurnar að vera?
Þetta er MJÖG mikilvægt. Olnbogarnir eiga að vera hátt uppi og útstæðir eins og þegar við gerum armbeygjur. Hversu hátt eiga olnbogarnir að fara? Eins hátt og þeir komast! Í raun þarfa þeir að vera hærra uppi en þér finnst eðlilegt. Í beyjum skaltu reyna að hafa ytri olnbogann eins hátt og mögulegt er. Æfðu þig í þessu og með tímanum hættir þú að hugsa um þetta og þetta verður eðlilegt fyrir þér.

4. Hvað með lappirnar?
Flestir byrjendur sitja á hjólinu eins og þeir væru að setjast á bekk. Þetta er rangt! Við erum ekki í PlayStation að spila MX leik. Lappirnar eiga að vera beygðar 45-gráður (þegar við sitjum við matarborðið eru þær 90-gráður).
Notaðu líka lappirnar til þess að grípa utan um tankinn á hjólinu. Það er alger óþarfi að láta hendurnar bera allann líkamsþungan og í raun rangt. Með því að grípa hjólið með löppunum minnkar álagið á hendurnar. (Sjá betri „Notum lappirnar rétt“ í Góð ráð)w

5. Hvað með hausinn?
Þú átt að leiða með hausnum! Fremsti líkamsparturinn á að vera nefið. Prófaðu að líta niður þegar þú ert að keyra – þú ættir að sjá stýrið beint fyrir neðan þig (og stundum ættirðu meira að segja að geta séð númerið framan á hjólinu ...sjá mynd af Sebastian Tortelli).
Þegar þú ert að sprengja batta í beyjum ættir þú að hafa hausinn mjög framarlega og bakið bogið. Flestir eiga það til að halla sér aftur í böttum en það er rangt! Með því að halla þér aftur ertu að taka þyngd af framhjólinu sem þýðir minna grip og oft endar það með því að maður keyrir yfir battann og út úr braut.

6. Hvað er ég er ekki í nógu góðu formi?
Málið er að ef þú hugsar rétt og reynir að vinna með hjólinu þá er þetta ekki eins erfitt og ætla mætti. Ef þú fylgir „ráði númer 1“ og ert eins framarlega og þú kemst geturðu notað togkrafta mótohjólsins til að færa þig. Tökum dæmi: Þú nálgast beyju standandi. Þegar þú bremsar færist þyngdin fremst á hjólið. Láttu þetta afl færa þig fremst á hjólið. Ef þú ert framarlega á hjólinu þegar þú kemur á gjöfinni út úr beyjunni ýtir hjólið þér áfram með sér í stað þess að toga í hendurnar á þeim sem eru of aftarlega. Þegar þú svo kemur út úr beygjunni viltu standa sem fyrst aftur upp. En þú eyðir orku í það að standa upp. Bíddu eftir „hossu“sem hendir þér upp og notfærðu þér það til að færa þig í standandi stellingu.

7. Hvað ef ég sit þegar framarlega?
Fæstir sitja nógu framarlega, jafnvel þótt þeir haldi það, en ef þú ert einn þeim vertu þá stoltur. En reyndu samt sem áður að setja alla þessa punkta saman í einn. (1) Vertu eins framarlega og hægt er.
(2) Mundu að standa þegar þú ert ekki að beyja. (3) Olnbogar upp, sérstaklega ytri olnboginn í beyjum. (4) Ekki setjast fyrr en á síðustu sekúndu fyrir beyju. Reyndu svo að standa upp eins flótt og hægt er út úr beyjunni. (5) Vertu boginn í löppunum. Lappirnar eru burðar ásarnir þínir á hjólinu. Notaðu þær til að standa, færa þig til, halda jafnvægi og gripa tankinn.Og að lokum er gott fyrir okkur úthaldslausa íslendinga að muna það að með því að keyra hjólið rétt eyðum við miklu milku milklu minni orku!

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012